Fréttir.
Klukkan slær sex,
þjóðin bíður.
Fréttir
sem gleðja, hryggja.

Þurrlegur þulur
“Útvarp Reykjavík”
“Fréttir”.
Í fréttunum er þetta helst,
allir bíða
Hvað er fréttum ?

Dauði og hörmung
Sprengjur, stríð
Dauði, blóð, sorgir
Af hverju bíðum
við alla daga
Eftir að klukkan verði sex ?

Eru góðar fréttir engar fréttir?
Aldrei er gleði og hamingja
í
“Fréttum er þetta helst”.
Viljum við aðeins heyra
um sorg og þjáning.

Hvenær kemur í "fréttum
klukkan sex".
Fréttir af mannsandans verkum
fögnuði og gleði
fegurð.

Þá vilja engir hlusta
Því kemur það aldrei
að fréttir verði góðar fréttir
í "fréttum klukkan sex".

 
Jón Ingi
1952 - ...


Ljóð eftir Jón Inga

Kirkjugarður.
Farfugl.
Liðin helgi.
Vonbrigði.
Þrá.
Jólagleði ?
Fyrsti snjórinn.
Það birtir á ný.
Brostin ást.
Snjókorn gæfunnar ?
Hvítar lendur.
Kárahnúkar (Im memoriam)
Sorg.
Fortíð-framtíð.
Hvað er ást ?
Höfuðverkur.
Áramót.
Gleði.
Einmana.
Hefnd og þó.
Vor ?
Fréttir.
Óvissa !
Glitrar og hverfur.
Nýtt líf.
Hlekkir.