Jólagleði ?

Amstur og ys.
Kaupmenn kalla.
Á ljósvakans torgum.
Hér er lífsfylling að fá.
Leyfið börnunum að koma tíl mín.

Fyrir tvöþúsund árum
var það sama kallað.
En þá skyldi útdeilt
guðlegri náð og gleði.
Mannsandans næring
lykli til betra lífs.

Nú kallar nútímans guð
frá höllum mammons.
Komið tíl mín.
Hérna er allt sem þú þarfnast
Glaumur og glys
og hamingja í pökkum.

Hvað varð að andlegri gleði
og fullnæging andans.
Horfin í kapphlaup
við nútímans þarfir.
Þörf sem græðgi og girnd
samtímans skapar.

 
Jón Ingi
1952 - ...


Ljóð eftir Jón Inga

Kirkjugarður.
Farfugl.
Liðin helgi.
Vonbrigði.
Þrá.
Jólagleði ?
Fyrsti snjórinn.
Það birtir á ný.
Brostin ást.
Snjókorn gæfunnar ?
Hvítar lendur.
Kárahnúkar (Im memoriam)
Sorg.
Fortíð-framtíð.
Hvað er ást ?
Höfuðverkur.
Áramót.
Gleði.
Einmana.
Hefnd og þó.
Vor ?
Fréttir.
Óvissa !
Glitrar og hverfur.
Nýtt líf.
Hlekkir.