Nýtt líf.
Það birtir að degi
grá morgunþokan víkur
fyrir geislum sólar.

Skuggarnir styttast
lífið vaknar
flugur suða
fuglar syngja

Í moldinni kviknar nýtt líf
af fræi sem féll þar í fyrra
örgrannur stöngull
klífur moldina á leið
til birtu og lífs.

Örmsmátt grænt laufblað
ýtir burt moldu
birtan og sólin auka því mátt.

Allt í einu er komið þar blóm
sem tómið var eitt rétt áður
grænn litur lífsins breiðíst
yfir dökkan lit dauðans
sem áður var.

Eitt örskots sumar
dafnar blómið bláa
þar sem áður var tóm
Birta sólar nærir það líf
sem ber þá um haustið eitt fræ
sem fellur til jarðar.

Að hausti deyr það blóm
sem vaknaði að vori
en í moldinni bíður nýtt
fræ þess vors sem næst kemur
og lífið kviknar á ný.

 
Jón Ingi
1952 - ...


Ljóð eftir Jón Inga

Kirkjugarður.
Farfugl.
Liðin helgi.
Vonbrigði.
Þrá.
Jólagleði ?
Fyrsti snjórinn.
Það birtir á ný.
Brostin ást.
Snjókorn gæfunnar ?
Hvítar lendur.
Kárahnúkar (Im memoriam)
Sorg.
Fortíð-framtíð.
Hvað er ást ?
Höfuðverkur.
Áramót.
Gleði.
Einmana.
Hefnd og þó.
Vor ?
Fréttir.
Óvissa !
Glitrar og hverfur.
Nýtt líf.
Hlekkir.