Kirkjugarður.

Raðir steina,
krossa
hvítra og hreinna.
Hljóðlát birta, kyrrð,
þögnin ræður ríkjum.
Þó er vindur í laufi
sem hvíslar
að þeim
er hugsa og sjá.

Nöfn, dagar, ár, aldir
kalla á þá
sem leið eiga hjá.
Sögur sorgar og trega.
Agnar smá gröf,
barns,
er kvaddi þennan heim
fyrir löngu.

Eftir varð móðir,
tárvot
Sálin engdist.
Örvænting, sorg,
hjartað brostið.
Hvers vegna ?
spyr hún,
en fær engin svör.
Saklaust barn er horfið
sem engill til himna

Þögul gröfin segir nú sögu.
Sorgmædd móðir horfin
til himinsins
hins sama
og dýrðleg dóttir,
augasteinn allra.
Saman þær hvíla.

Engin man lengur þá sögu
sem veðraður steinninn
á gröfinni
segir
þeim, er leið eiga hjá.

 
Jón Ingi
1952 - ...


Ljóð eftir Jón Inga

Kirkjugarður.
Farfugl.
Liðin helgi.
Vonbrigði.
Þrá.
Jólagleði ?
Fyrsti snjórinn.
Það birtir á ný.
Brostin ást.
Snjókorn gæfunnar ?
Hvítar lendur.
Kárahnúkar (Im memoriam)
Sorg.
Fortíð-framtíð.
Hvað er ást ?
Höfuðverkur.
Áramót.
Gleði.
Einmana.
Hefnd og þó.
Vor ?
Fréttir.
Óvissa !
Glitrar og hverfur.
Nýtt líf.
Hlekkir.