Líf
Við dauðans dyr ég stóð um stund
stór en samt svo smá.
Var ekki viss hvort ég vildi þann fund
sem vondar vættir ýttu mér á.
Leit ég upp og ljós ég sá
baðað í ljómandi björtu.
Lífið síðan leiddi mig frá
ljúft það sýndi mér hjörtu.
Hjörtu sem tifa og hjörtu sem slá
hjörtu sem engu leyna.
Heitari ósk enga áttu sér þá
en þau endurheimtu meyna.
Úr viðjum braust heill vonaher
og vildi heim mig bera.
Úr helju ég kom og hér ég er
og hér ég ætl\'a að vera.
stór en samt svo smá.
Var ekki viss hvort ég vildi þann fund
sem vondar vættir ýttu mér á.
Leit ég upp og ljós ég sá
baðað í ljómandi björtu.
Lífið síðan leiddi mig frá
ljúft það sýndi mér hjörtu.
Hjörtu sem tifa og hjörtu sem slá
hjörtu sem engu leyna.
Heitari ósk enga áttu sér þá
en þau endurheimtu meyna.
Úr viðjum braust heill vonaher
og vildi heim mig bera.
Úr helju ég kom og hér ég er
og hér ég ætl\'a að vera.
Frá árinu ´93 eða ´94