Blinduð
Elskar hann mig?

Spyr ég mig í huganum,
horfi dreymin á hann.
Hann er með blett á kraganum,
Skiptir ekki máli, ég elska hann eins og hann er, með eða án bletts.

Elskar hann mig? Elskar hann mig ekki litla baldursbrá?

Mér líkar hann best á haustin,
þá er hann svo smekklega klæddur.
En þá hækkar einnig raustin,
en það skiptir ekki máli, ég elska að hlusta á hann tala.

Elskar hann mig? Elskar hann mig ekki? En svarinu er feykt burt sem lauf í vindi.

Ég veit að ég get gert betur,
að sýna honum tilfinningar mínar.
En sá hann það ekki í vetur,
þegar ég kastaði til hans snjóbolta?

Elskar hann mig? Elskar hann mig ekki, litla grýlukerti?

Spurt hef ég þig þrisvar, aldrei hef ég orðið þín vör.
Allt er þegar þrennt er, ætli vorið komi með vonir og svör?

Vorið kom og sagði;
Meyja litla, hættu þig að kvelja
um ókomin árabil.
Ekki gráta, reyndu nú að skilja,
hann veit ekki að þú sért til.  
Lúlú
1985 - ...
5.12.2004


Ljóð eftir Lúlú

Hvernig líður mér?
Í nótt..
Ístúr
Hvernig viltu mig?
..en það er ekki hægt
þrá
Haltu, slepptu
Húsið mitt
Í dag..
Viltu
Hann
Kossar..
Þeir tveir
Compass
Oftar en ekki
Söknuður
Rómantík
Blinduð
Ef, þá
Kvöld eitt í ágúst
Gömul lumma
Tómfinning
Á nýjum stað
Það er bara þú
Timburmenn
Einsmannskona
Að vera hrifin
Lífshlaup
Hrífubragð
Á svörtum reit
Að vera með þér
Á rauðu ljósi
Með mér
Jafnvel þó
Glöggt er gests auga
Eins og ég er
Hún Gréta
Annað kvöld
Halla
Á morgun
Draumboð