Vökuvísa
Sit hér við gluggann
og stari á tunglið
ein nú raula vísuna
sem þú kenndir mér forðum
er þú vaggaðir mér í svefn.

Hver vaggar nú þér í svefn?

Sit hér við gluggann
og stari á tunglið
\'tunglið, tunglið taktu mig\'
og berðu mig heim
því þar situr hann faðir minn
og getur ekki sofið.

Ég get heldur ekki sofið.

Sit hér ein við gluggann
og stari á tunglið
það lyftir mér í draumaheima
en samt ég get ei sofið.

Draumaland og Skýjaborgir
já, þar vil ég búa.

Sit hér ein við gluggann
og stari á tunglið
\'tunglið, tunglið taktu mig\'
og berðu mig yfir hafið
því þar situr hann faðir minn
sárveikur og kvalinn.

Sit hér ein við gluggann
og get ekki sofið.  
Eygló Daða Karlsdóttir
1973 - ...
Með línu að láni frá Þulu Theódóru Thoroddsen.
Frá Vökuvísum


Ljóð eftir Eygló Döðu

Timburmenn
Að heiman
Skuggi vitundarinnar
Visin rós
Einsemdin
Teflt við Guð
Kona dauðans
Andlitið
Veruleikaflótti
Drottning hafsins
Haglar í helvíti
Draumur
Bergmál
Spegill, spegill herm þú mér
Spegilmynd
Syndug
Til Halldórs á laugardegi
Reykjavík
Medúsa
Regn í myrkri
Mannsaldan
Kerlingin og Dauðinn
Á fjöllum
Drullupollurinn
Nýjar tíðir
Gremja
Svikin
Horfnir draumar
Angist
Bláar rósir
Þunglyndi
Myrkfælni
samviskubit
Vökuvísa
Breytingar
Þunnur
Hringiða augnabliksins
Óskalög sjómanna
Söngur hins svefnlausa
Brunarústir
Morgunkaffi
Menningarmiðaldir
Horft í hyldýpið
Heimur: síðustu andartökin
Kvenna hlátur
Skammdegi
Skuggi
Ég og borgin
Í rauðum hælum
Sjómannssál
Ósk sjómannsins
missir
Tungunnar vandræði
Ljóðadrekinn
Ást í bít(l)unum
Sannleikann eða kontór?
Geðhvörf árstíðanna
Grasið er ávallt grænna
Ímynd hamingjunnar
D-Dagur
Sunnudags vankvæði
Hringiða
Minningar í myrkri
Hrá
Spilum við snáka og stiga?
Absúrdismi
Von
Það vorar