Vökuvísa
Sit hér við gluggann
og stari á tunglið
ein nú raula vísuna
sem þú kenndir mér forðum
er þú vaggaðir mér í svefn.
Hver vaggar nú þér í svefn?
Sit hér við gluggann
og stari á tunglið
\'tunglið, tunglið taktu mig\'
og berðu mig heim
því þar situr hann faðir minn
og getur ekki sofið.
Ég get heldur ekki sofið.
Sit hér ein við gluggann
og stari á tunglið
það lyftir mér í draumaheima
en samt ég get ei sofið.
Draumaland og Skýjaborgir
já, þar vil ég búa.
Sit hér ein við gluggann
og stari á tunglið
\'tunglið, tunglið taktu mig\'
og berðu mig yfir hafið
því þar situr hann faðir minn
sárveikur og kvalinn.
Sit hér ein við gluggann
og get ekki sofið.
og stari á tunglið
ein nú raula vísuna
sem þú kenndir mér forðum
er þú vaggaðir mér í svefn.
Hver vaggar nú þér í svefn?
Sit hér við gluggann
og stari á tunglið
\'tunglið, tunglið taktu mig\'
og berðu mig heim
því þar situr hann faðir minn
og getur ekki sofið.
Ég get heldur ekki sofið.
Sit hér ein við gluggann
og stari á tunglið
það lyftir mér í draumaheima
en samt ég get ei sofið.
Draumaland og Skýjaborgir
já, þar vil ég búa.
Sit hér ein við gluggann
og stari á tunglið
\'tunglið, tunglið taktu mig\'
og berðu mig yfir hafið
því þar situr hann faðir minn
sárveikur og kvalinn.
Sit hér ein við gluggann
og get ekki sofið.
Með línu að láni frá Þulu Theódóru Thoroddsen.
Frá Vökuvísum
Frá Vökuvísum