Krumlan
Krumlan gamla er komin aftur
krafsar hjarta mitt í
Kroppar og nagar sem ógnar-kjaftur
og kraumar enn á ný
Hún löðrungar mig og lemur oft
lætur sem ég sé skítur
Leyfir ei mínum löngunum á loft
lætur sem svart sé hvítur
Þrúgandi margar þrautir sendir
sem þurs í huga mér
Þrengir að mér og af þunga hendir
þanka-brotum frá sér
Vilja minn og vonir brýtur
vill að ég muni brotna
Veit að veikan kraft minn þrýtur
vakandi vill yfir mér drottna
Sýkir allt og sjúklega sýgur
sálina litlu mína
Segir ei neitt, en samt hún lýgur
ei sýnileg sú lína
Hvenær mínu hugarstríði lýkur
hrelld ég hugsa ei
Hugurinn yfir hæðir fýkur
hrædd er orðin mey
krafsar hjarta mitt í
Kroppar og nagar sem ógnar-kjaftur
og kraumar enn á ný
Hún löðrungar mig og lemur oft
lætur sem ég sé skítur
Leyfir ei mínum löngunum á loft
lætur sem svart sé hvítur
Þrúgandi margar þrautir sendir
sem þurs í huga mér
Þrengir að mér og af þunga hendir
þanka-brotum frá sér
Vilja minn og vonir brýtur
vill að ég muni brotna
Veit að veikan kraft minn þrýtur
vakandi vill yfir mér drottna
Sýkir allt og sjúklega sýgur
sálina litlu mína
Segir ei neitt, en samt hún lýgur
ei sýnileg sú lína
Hvenær mínu hugarstríði lýkur
hrelld ég hugsa ei
Hugurinn yfir hæðir fýkur
hrædd er orðin mey
Þunglyndislegar hugsanir frá fyrri árum