Magapest
Sífrandi var ég stynjandi
skálinni yfir standandi
því maginn var í hnút
og allt á leiðinni út
mér leist ekki á kroppahljóðin kraumandi
Tafsandi til Guðs míns bað
en ekki tókst nú það
því líðanin varð verri
og einhver innri hnerri
skaut mér hálfa leið út á hlað
Emjandi í eitruðu móki
engill birtist með glas af kóki
og er ég svolgraði á
af mér aftur fór að brá
ég varð aftur að gleðinnar hróki
skálinni yfir standandi
því maginn var í hnút
og allt á leiðinni út
mér leist ekki á kroppahljóðin kraumandi
Tafsandi til Guðs míns bað
en ekki tókst nú það
því líðanin varð verri
og einhver innri hnerri
skaut mér hálfa leið út á hlað
Emjandi í eitruðu móki
engill birtist með glas af kóki
og er ég svolgraði á
af mér aftur fór að brá
ég varð aftur að gleðinnar hróki