Vinur minn
Ég vel þekki engil í mannsmynd
engum öðrum líkur er
Held þó oft hann hafi ei hugmynd
hversu frábær hann er
Allt sitt besta fyrir aðra gerir
þótt annir séu hjá honum
Bestir finnast mér armar hans berir
og brjóst hans fullt af vonum
Að falla ljúft í faðminn hans
fanga ilm og góða hlýju
Ég veit hann vinsæll í kvennafans
vart ég fanga hann að nýju
Ég held samt hann viti hve kær
konunni mér hann er
Veit hann vel af vænlegri mær?
ég vildi hann væri hér.
engum öðrum líkur er
Held þó oft hann hafi ei hugmynd
hversu frábær hann er
Allt sitt besta fyrir aðra gerir
þótt annir séu hjá honum
Bestir finnast mér armar hans berir
og brjóst hans fullt af vonum
Að falla ljúft í faðminn hans
fanga ilm og góða hlýju
Ég veit hann vinsæll í kvennafans
vart ég fanga hann að nýju
Ég held samt hann viti hve kær
konunni mér hann er
Veit hann vel af vænlegri mær?
ég vildi hann væri hér.