Hringiða augnabliksins
Finn gráa hitamolluna á hörundi mínu
sé skugga í hornunum
ljós skýn úr kaffibolla
tekur eitt skref í von
og deyr þegar haust raunveruleikans
skítur með vopnum sínum og flýr
haustið lifir litríku en stuttu lífi
hraðskreitt
eltandi stutt pilsin inn
málar græn laufin í brúnu og rauðu
sendir gestina heim
sit á brotnum stól
dottandi í dögun
tautandi einhvern dónaskap
skömmin liggur í harðindunum
svar vetrarins við paradís sumarsins
kaldur, vindur, frost, hvítur, fölur,
tindrandi hvítur kristall á gluggakarmi
hvítar rósir og hvítt vín
þá finna myrkar sálir til freslsis
hamingju og gleði
það er enginn endir á þessu öllu
sandurinn á ströndinni
steinarnir í fjallinu
reyni að nálgast eilífðina
en eitt augnablik nægir
eitt augnablik
sem lengist í óendanleikanum
fingur snertir fingur
tíminn er óbuganlegur
haust, vetur, sumarsæla
hringiða í kringum okkur
þangað til ég breytist aftur
verð einhver önnur
aftur
og ég sé sólarljós skýna úr kaffibolla
laufin verða græn
steinarnir kyrrir
veröldin hreyfist í kringum mig
og ég er kyrr
en breytanleg
finn hringiðu jarðarinnar
hring eftir hring eftir hring eftir hring
verð ringluð
í eilífðinni
til endaloka.
sé skugga í hornunum
ljós skýn úr kaffibolla
tekur eitt skref í von
og deyr þegar haust raunveruleikans
skítur með vopnum sínum og flýr
haustið lifir litríku en stuttu lífi
hraðskreitt
eltandi stutt pilsin inn
málar græn laufin í brúnu og rauðu
sendir gestina heim
sit á brotnum stól
dottandi í dögun
tautandi einhvern dónaskap
skömmin liggur í harðindunum
svar vetrarins við paradís sumarsins
kaldur, vindur, frost, hvítur, fölur,
tindrandi hvítur kristall á gluggakarmi
hvítar rósir og hvítt vín
þá finna myrkar sálir til freslsis
hamingju og gleði
það er enginn endir á þessu öllu
sandurinn á ströndinni
steinarnir í fjallinu
reyni að nálgast eilífðina
en eitt augnablik nægir
eitt augnablik
sem lengist í óendanleikanum
fingur snertir fingur
tíminn er óbuganlegur
haust, vetur, sumarsæla
hringiða í kringum okkur
þangað til ég breytist aftur
verð einhver önnur
aftur
og ég sé sólarljós skýna úr kaffibolla
laufin verða græn
steinarnir kyrrir
veröldin hreyfist í kringum mig
og ég er kyrr
en breytanleg
finn hringiðu jarðarinnar
hring eftir hring eftir hring eftir hring
verð ringluð
í eilífðinni
til endaloka.