Hringiða augnabliksins
Finn gráa hitamolluna á hörundi mínu
sé skugga í hornunum
ljós skýn úr kaffibolla
tekur eitt skref í von
og deyr þegar haust raunveruleikans
skítur með vopnum sínum og flýr

haustið lifir litríku en stuttu lífi
hraðskreitt
eltandi stutt pilsin inn
málar græn laufin í brúnu og rauðu
sendir gestina heim

sit á brotnum stól
dottandi í dögun
tautandi einhvern dónaskap

skömmin liggur í harðindunum
svar vetrarins við paradís sumarsins
kaldur, vindur, frost, hvítur, fölur,
tindrandi hvítur kristall á gluggakarmi
hvítar rósir og hvítt vín
þá finna myrkar sálir til freslsis
hamingju og gleði

það er enginn endir á þessu öllu
sandurinn á ströndinni
steinarnir í fjallinu
reyni að nálgast eilífðina
en eitt augnablik nægir
eitt augnablik
sem lengist í óendanleikanum
fingur snertir fingur
tíminn er óbuganlegur
haust, vetur, sumarsæla
hringiða í kringum okkur
þangað til ég breytist aftur
verð einhver önnur
aftur

og ég sé sólarljós skýna úr kaffibolla
laufin verða græn
steinarnir kyrrir
veröldin hreyfist í kringum mig
og ég er kyrr
en breytanleg

finn hringiðu jarðarinnar
hring eftir hring eftir hring eftir hring
verð ringluð
í eilífðinni
til endaloka.  
Eygló Daða Karlsdóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Eygló Döðu

Timburmenn
Að heiman
Skuggi vitundarinnar
Visin rós
Einsemdin
Teflt við Guð
Kona dauðans
Andlitið
Veruleikaflótti
Drottning hafsins
Haglar í helvíti
Draumur
Bergmál
Spegill, spegill herm þú mér
Spegilmynd
Syndug
Til Halldórs á laugardegi
Reykjavík
Medúsa
Regn í myrkri
Mannsaldan
Kerlingin og Dauðinn
Á fjöllum
Drullupollurinn
Nýjar tíðir
Gremja
Svikin
Horfnir draumar
Angist
Bláar rósir
Þunglyndi
Myrkfælni
samviskubit
Vökuvísa
Breytingar
Þunnur
Hringiða augnabliksins
Óskalög sjómanna
Söngur hins svefnlausa
Brunarústir
Morgunkaffi
Menningarmiðaldir
Horft í hyldýpið
Heimur: síðustu andartökin
Kvenna hlátur
Skammdegi
Skuggi
Ég og borgin
Í rauðum hælum
Sjómannssál
Ósk sjómannsins
missir
Tungunnar vandræði
Ljóðadrekinn
Ást í bít(l)unum
Sannleikann eða kontór?
Geðhvörf árstíðanna
Grasið er ávallt grænna
Ímynd hamingjunnar
D-Dagur
Sunnudags vankvæði
Hringiða
Minningar í myrkri
Hrá
Spilum við snáka og stiga?
Absúrdismi
Von
Það vorar