

Ég finn ennþá brunalyktina.
Veggir sálar þinnar eru svartir
sótugir
og þó þú skrúbbir og skúrir
þá fer ekki lyktin
þessi brunalykt fortíðar
sem er horfin út í buskann
glóðirnar eru löngu slokknaðar
og þú settir upp reykskynjara
svo þú brennir ekki aftur upp
til kaldra kola
og verðir skilin ein eftir í rústunum.
Veggir sálar þinnar eru svartir
sótugir
og þó þú skrúbbir og skúrir
þá fer ekki lyktin
þessi brunalykt fortíðar
sem er horfin út í buskann
glóðirnar eru löngu slokknaðar
og þú settir upp reykskynjara
svo þú brennir ekki aftur upp
til kaldra kola
og verðir skilin ein eftir í rústunum.