Heimur: síðustu andartökin
Hafið sendir fingur koss
autt skýli við ströndina
fullt af sandi, gamalt
ég anda að mér lofti
geng upp úr hafinu
loka augunum
finn stinginn frá sólu
finn sumar angann í loftinu
síðustu andartök menningarinnar
eftirlifandi á veiðum
leitandi að meðaumkun
og þú situr í stólnum
og ruggar þér
eins og amma gerði forðum
þegar við héldum að allt yrði alltaf eins
að heimurinn myndi aldrei breytast
lítil börn að leik í sandinum
græn þokan læðist að
vefur sig inn í allt
utan um allt
ég hverf aftur niður í hafið
syndi um
í grænu hafinu
þar sem höfrungar léku sér
finn koss hafsins á hörundinu
ruggar mér rólega
hafið fullt af lífi
frjálst
það er svo lítið eftir
bara þú
og ég
ruggandi
eins og amma áður fyrr
þegar allt var eins og það átti að vera
ég varð fullorðin
og ekkert er eins og áður
aftur
og aftur
verður græna þokan að vana
róar mig
og ég held á friði veraldar í lófanum
og ég held í minninguna af blá blóminu
gleym-mér-ei
gleym-mér-ei
gleym-mér-ei
autt skýli við ströndina
fullt af sandi, gamalt
ég anda að mér lofti
geng upp úr hafinu
loka augunum
finn stinginn frá sólu
finn sumar angann í loftinu
síðustu andartök menningarinnar
eftirlifandi á veiðum
leitandi að meðaumkun
og þú situr í stólnum
og ruggar þér
eins og amma gerði forðum
þegar við héldum að allt yrði alltaf eins
að heimurinn myndi aldrei breytast
lítil börn að leik í sandinum
græn þokan læðist að
vefur sig inn í allt
utan um allt
ég hverf aftur niður í hafið
syndi um
í grænu hafinu
þar sem höfrungar léku sér
finn koss hafsins á hörundinu
ruggar mér rólega
hafið fullt af lífi
frjálst
það er svo lítið eftir
bara þú
og ég
ruggandi
eins og amma áður fyrr
þegar allt var eins og það átti að vera
ég varð fullorðin
og ekkert er eins og áður
aftur
og aftur
verður græna þokan að vana
róar mig
og ég held á friði veraldar í lófanum
og ég held í minninguna af blá blóminu
gleym-mér-ei
gleym-mér-ei
gleym-mér-ei