Heimur: síðustu andartökin
Hafið sendir fingur koss
autt skýli við ströndina
fullt af sandi, gamalt
ég anda að mér lofti
geng upp úr hafinu
loka augunum
finn stinginn frá sólu
finn sumar angann í loftinu
síðustu andartök menningarinnar
eftirlifandi á veiðum
leitandi að meðaumkun
og þú situr í stólnum
og ruggar þér
eins og amma gerði forðum
þegar við héldum að allt yrði alltaf eins
að heimurinn myndi aldrei breytast
lítil börn að leik í sandinum
græn þokan læðist að
vefur sig inn í allt
utan um allt
ég hverf aftur niður í hafið
syndi um
í grænu hafinu
þar sem höfrungar léku sér
finn koss hafsins á hörundinu
ruggar mér rólega
hafið fullt af lífi
frjálst

það er svo lítið eftir
bara þú
og ég
ruggandi
eins og amma áður fyrr
þegar allt var eins og það átti að vera
ég varð fullorðin
og ekkert er eins og áður
aftur
og aftur
verður græna þokan að vana
róar mig
og ég held á friði veraldar í lófanum
og ég held í minninguna af blá blóminu
gleym-mér-ei
gleym-mér-ei
gleym-mér-ei  
Eygló Daða Karlsdóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Eygló Döðu

Timburmenn
Að heiman
Skuggi vitundarinnar
Visin rós
Einsemdin
Teflt við Guð
Kona dauðans
Andlitið
Veruleikaflótti
Drottning hafsins
Haglar í helvíti
Draumur
Bergmál
Spegill, spegill herm þú mér
Spegilmynd
Syndug
Til Halldórs á laugardegi
Reykjavík
Medúsa
Regn í myrkri
Mannsaldan
Kerlingin og Dauðinn
Á fjöllum
Drullupollurinn
Nýjar tíðir
Gremja
Svikin
Horfnir draumar
Angist
Bláar rósir
Þunglyndi
Myrkfælni
samviskubit
Vökuvísa
Breytingar
Þunnur
Hringiða augnabliksins
Óskalög sjómanna
Söngur hins svefnlausa
Brunarústir
Morgunkaffi
Menningarmiðaldir
Horft í hyldýpið
Heimur: síðustu andartökin
Kvenna hlátur
Skammdegi
Skuggi
Ég og borgin
Í rauðum hælum
Sjómannssál
Ósk sjómannsins
missir
Tungunnar vandræði
Ljóðadrekinn
Ást í bít(l)unum
Sannleikann eða kontór?
Geðhvörf árstíðanna
Grasið er ávallt grænna
Ímynd hamingjunnar
D-Dagur
Sunnudags vankvæði
Hringiða
Minningar í myrkri
Hrá
Spilum við snáka og stiga?
Absúrdismi
Von
Það vorar