Barnið
Það hvílir inn í mér,
lítil fruma,
sem er að myndast,
í fegurstu veru.

Ég hlakka til að finna,
finna spörkkin og hreyfingar,
hjá yndislegu verunni,
sem hvílir inn í mér.

Guð blessaði okkur
með því að veita því líf,
fallegu verunni
sem hvílir inn í mér.

Eftir átta mánuði mun það,
fallega veran koma.
Það verður barnið okkar,
framtíð mín og mannsins míns.

Megan 2004  
Megan
1981 - ...


Ljóð eftir Megan

Ástin mín.
Þrá dauðans
Barnið
Engil að ofan
Leyndarmálið
Sorg
Amor
Fæðingin.
Mikli Dansinn.
Snertingin
Vættirnir
Ég !
Ástin.