Kvenna hlátur
Hæ!
Ég er konan,
hin eilífa kona
með takmörk og tilgang.

Ég hef staðið í eldhúsinu
og talað við daginn um hamingjuna.
Ég hef horft í augu barnanna
og látið augnablikin ljúga um eilífðina
eins og slóttugur elskhugi
í dögun.

Ég hef setið yfir þvottinum
og hlegið út í bláinn
löngum, dimmum hlátri.

Hæ!
Ég er konan,
hin eilífa kona
með takmörk og tilgang.

Ég skal sýna þér móðurástina
hina endalausu, veglausu ást
sem fylgir manninum á hjara veraldar
og bíður og brennur í botnlausum kvenna brjóstum.

Ég skal sýna þér þolinmæðina
sem bíður í fylgsnum sálarinnar
og vakir dag og nótt
til ragnaraka.

Ég skal sýna þér sálir barnanna
sem saklaus hlaupa um þúfur
og leika við veröldina
eins og hún sé eins saklaus og frjáls og þau sjálf.

Ég skal sýna þér náttúruna
sem liggur blá og marin
eftir ágang mannsins.

Hæ!
Ég er konan,
hin eilífa kona
með takmörk og tilgang.

Ég vil sigrast á heimskunni
sem liggur í leyni
og krjúpandi læðist og sefur mennina
með lygum og tilbúningi.

Ég vil sjá mennina blómstra
af visku og viti
fá þá að sjá helgidóminn
í andlitum hvers annars
í stað þess að leita til
helgimynda og tómra hugmynda.

Ég vil sjá mennina þrífast
og elskast
í sólarljósi nýrra tíma.
Ég vil sjá blóð mitt renna
út í vota nóttina
ég vil horfa á lífið sjálft
þrífast í sandinum.

Hæ!
Ég er kona
hin eilífa kona
með takmörk og tilgang.

Kannski kem ég með vindinum
og hvísla leyndarmál í eyra þér
um sólina, vorið og ástina.

Kannski velt ég niður hlíðina
með þér og ann þér í heyinu
eins og ástfangni konu ber.
Ég þek þig með hlýju og il
uns dauða kuldinn hlæjandi
sækir þig heim.

Kannski rís ég upp úr þjáningu kvennanna
sem þegjandi sátu við eldavélarnar
og horfðu á leyndarmál heimsins
malla í pottunum.

Kannski sit ég við eldavélina
í þúsundir ára
og baka þér brauð
eins og meistari hins hvíta marmara
situr við stein sinn
einsammall, þögull.

Kannski sit ég við ketilinn
og særi seiðinn
sem gerir mennina að bleyðum,
sauðum og flónum.

Ég er konan,
hin eilífa kona
með takmörk og tilgang.
 
Eygló Daða Karlsdóttir
1973 - ...
Tilbreyting við "Dimmur Hlátur" eftir Stein Steinarr.


Ljóð eftir Eygló Döðu

Timburmenn
Að heiman
Skuggi vitundarinnar
Visin rós
Einsemdin
Teflt við Guð
Kona dauðans
Andlitið
Veruleikaflótti
Drottning hafsins
Haglar í helvíti
Draumur
Bergmál
Spegill, spegill herm þú mér
Spegilmynd
Syndug
Til Halldórs á laugardegi
Reykjavík
Medúsa
Regn í myrkri
Mannsaldan
Kerlingin og Dauðinn
Á fjöllum
Drullupollurinn
Nýjar tíðir
Gremja
Svikin
Horfnir draumar
Angist
Bláar rósir
Þunglyndi
Myrkfælni
samviskubit
Vökuvísa
Breytingar
Þunnur
Hringiða augnabliksins
Óskalög sjómanna
Söngur hins svefnlausa
Brunarústir
Morgunkaffi
Menningarmiðaldir
Horft í hyldýpið
Heimur: síðustu andartökin
Kvenna hlátur
Skammdegi
Skuggi
Ég og borgin
Í rauðum hælum
Sjómannssál
Ósk sjómannsins
missir
Tungunnar vandræði
Ljóðadrekinn
Ást í bít(l)unum
Sannleikann eða kontór?
Geðhvörf árstíðanna
Grasið er ávallt grænna
Ímynd hamingjunnar
D-Dagur
Sunnudags vankvæði
Hringiða
Minningar í myrkri
Hrá
Spilum við snáka og stiga?
Absúrdismi
Von
Það vorar