Skammdegi
Rósrauð sólin hendir geislum sínum
setur upp ljósgulan blómakjól
og skrifar “farinn í frí” á postit miða á hurðina.

Hún gerir þetta á hverju ári,
blessunin
og heldur að engin taki eftir því.

Rósrauðir geislarnir verma um stund
en svo koma þær
rósirnar sem málast á gluggana
bláar og kaldar.

Ég blæs í hendurnar
ríf miðann af hurðinni
og rífst við sjálfa mig
um myrkrið.
 
Eygló Daða Karlsdóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Eygló Döðu

Timburmenn
Að heiman
Skuggi vitundarinnar
Visin rós
Einsemdin
Teflt við Guð
Kona dauðans
Andlitið
Veruleikaflótti
Drottning hafsins
Haglar í helvíti
Draumur
Bergmál
Spegill, spegill herm þú mér
Spegilmynd
Syndug
Til Halldórs á laugardegi
Reykjavík
Medúsa
Regn í myrkri
Mannsaldan
Kerlingin og Dauðinn
Á fjöllum
Drullupollurinn
Nýjar tíðir
Gremja
Svikin
Horfnir draumar
Angist
Bláar rósir
Þunglyndi
Myrkfælni
samviskubit
Vökuvísa
Breytingar
Þunnur
Hringiða augnabliksins
Óskalög sjómanna
Söngur hins svefnlausa
Brunarústir
Morgunkaffi
Menningarmiðaldir
Horft í hyldýpið
Heimur: síðustu andartökin
Kvenna hlátur
Skammdegi
Skuggi
Ég og borgin
Í rauðum hælum
Sjómannssál
Ósk sjómannsins
missir
Tungunnar vandræði
Ljóðadrekinn
Ást í bít(l)unum
Sannleikann eða kontór?
Geðhvörf árstíðanna
Grasið er ávallt grænna
Ímynd hamingjunnar
D-Dagur
Sunnudags vankvæði
Hringiða
Minningar í myrkri
Hrá
Spilum við snáka og stiga?
Absúrdismi
Von
Það vorar