Skammdegi
Rósrauð sólin hendir geislum sínum
setur upp ljósgulan blómakjól
og skrifar “farinn í frí” á postit miða á hurðina.
Hún gerir þetta á hverju ári,
blessunin
og heldur að engin taki eftir því.
Rósrauðir geislarnir verma um stund
en svo koma þær
rósirnar sem málast á gluggana
bláar og kaldar.
Ég blæs í hendurnar
ríf miðann af hurðinni
og rífst við sjálfa mig
um myrkrið.
setur upp ljósgulan blómakjól
og skrifar “farinn í frí” á postit miða á hurðina.
Hún gerir þetta á hverju ári,
blessunin
og heldur að engin taki eftir því.
Rósrauðir geislarnir verma um stund
en svo koma þær
rósirnar sem málast á gluggana
bláar og kaldar.
Ég blæs í hendurnar
ríf miðann af hurðinni
og rífst við sjálfa mig
um myrkrið.