Blákaldur sannleikur lífsins
Blákaldur sannleikur lífsins
rennur hjá í ótal myndum
um leið og ég læt hnífinn síga
hve oft hefur hugsunum
verið hent í ruslakistu hugans
læst og lyklinum hent
Ástin
kvalari lífs míns
Ég sá ljósið dofna
í mínum innstu hugarfylgsnum
ástin
ástin er hverful
hver er meining þessara orða
allt líf mitt hefur verið hverfullt
og allt tengt ást
ást okkar á foreldrum
systkinum, mat, lífinu og tilverunni
allt breytist þetta í tímans rás
stutt ástarsambönd
örlítið skot og allt búið
\"næsti gjörðu svo vel\"
Líkaminn eins og sjálfsali
frá \"the Coke Cola Company\"
um leið og hnífurinn rís á ný
birtast myndir, slæmra minninga
sem brjótast út úr ruslakistu hugans
og kvelja líkama og sál
og munu aldei að eilífu
hverfa úr huga mínum  
Heiða Sigrún
1978 - ...
Bakkafjörður sumar .. Eitt af þessum leiðu ljóðum


Ljóð eftir Heiðu Sigrúnu

Líf mitt er..
líkt og sólin..
Árið sem kemur
ný byrjun
já ég skil ekki
úti í skafli
Stjörnuhrapið
Hvað ef??
Svartur stóll í snjó
hugrenning
Blákaldur sannleikur lífsins
Ekkert eftir
Sársauki svikanna
Draumur
yfirgefin í örmum þínum
Draumur um okkur