Ekkert eftir
Organdi kaffikannan er yfirgnæfð
af skömmum yfrivaldsins í huga mér
Svartar sorgir
og sætar syndir
syndir sem hefði mátt sleppa
úr lífi mínu
en höfðu áhrif á sannleika veraldarinnar
Kaffikönnuópið er hætt
allt er hljótt
fyrir utan hrotur bólfélagans
sem hefði mátt sleppa
en samt ekki
Lífs míns ljós
hefur fjarað út
með seinasta vínsopanum
síðasta smóknum
Ekkert eftir
annað en að ljúka þessu lífi
lífi einnar manneskju
sem hefði mátt sleppa
að troða í þennan yndislega heim
heim sem líkar ekki við manneskjuna
sama hvað hún reynir
Eplamaukið á borðinu ekki lengur ætt
allt uppþornað og skrælnað
líkt og tárin
sem hafa lekið niður
á bringu bólfélagans
sem skeytir ekki neinu
vegna brennivínsdauða morgunsins  
Heiða Sigrún
1978 - ...
Bakkafjörður . slæmur morgun


Ljóð eftir Heiðu Sigrúnu

Líf mitt er..
líkt og sólin..
Árið sem kemur
ný byrjun
já ég skil ekki
úti í skafli
Stjörnuhrapið
Hvað ef??
Svartur stóll í snjó
hugrenning
Blákaldur sannleikur lífsins
Ekkert eftir
Sársauki svikanna
Draumur
yfirgefin í örmum þínum
Draumur um okkur