Draumur um okkur
Þegar ég var yngri
dreymdi mig draum
um mig og þig
saman á rósrauðu skýji
í sólarlaginu
Tvö ein í heiminum
með einungis hvort annað
í hugarfylgsnum okkar
ástardraumur ungrar stúlku
um ástina lífið og tilveruna
og ÞIG
Hvar fór allt úrskeiðis
nú vorum við ekki lengur ein
þær komu í röðum
og ávallt fram fyrir mig
eins og ekkert væri sjálfsagðara
Draumur um okkur tvö
saman á tósrauðu skýji
HRUNDI
eins snögglega og hann byrjaði
og allt orðið kallt og tómt á ný
Ekkert framundan
nema nokkur tár
sem enginn skeytir um
nema lítill engill
sem safnar þeim saman
og hellir yfir mann
í næsta sorgarskúr himinsins
til að tár einmanna stúlku
hverfi í fjöldann
 
Heiða Sigrún
1978 - ...
Bakkafjörður sumar...


Ljóð eftir Heiðu Sigrúnu

Líf mitt er..
líkt og sólin..
Árið sem kemur
ný byrjun
já ég skil ekki
úti í skafli
Stjörnuhrapið
Hvað ef??
Svartur stóll í snjó
hugrenning
Blákaldur sannleikur lífsins
Ekkert eftir
Sársauki svikanna
Draumur
yfirgefin í örmum þínum
Draumur um okkur