

Dugandi dregur við dreggjar
drattandi látlaust halur
eggjandi endalausar bárur
berast í hafi köldu
klemmandi kroppslausar öldur
læðast að vitlausum mönnum
mergjaðar máttlausar völur
spá í spéhræðslu valdsins
veltandi vangefinn krafturinn
kosinn af vongóðum lýðnum
sem látlaust horfir í skuggann
og sér aðeins geisla sólar
sem fyrir löngu er hætt að lýsa.
drattandi látlaust halur
eggjandi endalausar bárur
berast í hafi köldu
klemmandi kroppslausar öldur
læðast að vitlausum mönnum
mergjaðar máttlausar völur
spá í spéhræðslu valdsins
veltandi vangefinn krafturinn
kosinn af vongóðum lýðnum
sem látlaust horfir í skuggann
og sér aðeins geisla sólar
sem fyrir löngu er hætt að lýsa.