Þakklæti
Þú mátt vita það að þú ert demantur bjartur.
Ég veit ég hef sagt það áður,
En ég bara verð að segja það aftur.
Það sem þú hefur gert fyrir mig er svo ótrúlega margt.
Ég get ekki þakkað þér nóg, hvað get ég meira sagt?
Ég veit þó að þakklæti mitt er mjög svo breitt,
Góðir hlutir hafa einungis af þér leitt.
Ég skal alltaf vera til staðar fyrir þig
Alveg eins og þú hefur verið fyrir mig.
Þú verður bara að hafa það í þér að ræða við mig ef eitthvað bjátar á.
Leyfa mér að kynnast sársaukanum innra með þér, eins og á þér má sjá.
Ég veit að lífið er ekki alltaf eins og vera skyldi.
Stundum verra en maður myndi halda að maður þyldi..  
Birna Rún
1988 - ...


Ljóð eftir Birnu Rún

Þakklæti
Bitrun
eftirsjá
Sannleikur
Óstöðugleiki
Örlög
Fjólubláir geislar
Lífshringur
Afneitun
Vonleysi
Vináttutengsl
Nauðgun
Gaur
Afhverju?
Eymd
Sambandsslit
Straumur
Hafðu Trú
Talaðu
Ástæða
Von
Orkuleysi
Veistu af mér eða ekki, gefðu mér einhverskonar merki