Afneitun
Ég er með stinnan rass og stór brjóst
Er búin að aflita hárið á mér ljóst
Ég er fullkomin og ekkert minna
Engu nema mér get ég verið að sinna
Allt er best í mínu fari
Ef þú talar við mig, ekki ætlast til að ég svari
Ég er of góð fyrir þig og þína
Það sem ég dýrka er mig að sýna
Fara í snyrtingu, nudd og bað
Bað með bubblum, ég dýrka það.
Þetta eru samt allt pælingar, það skaltu vita
Ég er ekkert fullkomin, eg fýla fitu og svita
Ég er á tímabili sem flestar konur óttast
fyrir utan það að ekki mjókkast..
Nei, ég er að tala um að vera á fimmtugsaldri
Eldast og blasa við staðreind svo kaldri
Þú ert orðin drullu þykk og feit
Þú býrð einmanna á bæ uppí sveit
Þú hakkar í þig alltof mikið
Í húsinu þínu safnast rykið
Þú sinnir engu nema matarfíkninni þinni
Þú vilt samt meira en allt að henni linni
Eitt er þó sem þú myndir vilja meir
Að borða góðan mat.. thja, þangað til þú deyrð
Þú ræður ekki við löngun þina í kaloríru og rjóma
Þegar þú borðar góðan mat andlit þitt uppljómar
Þú færð aldrei nóg af því góða
Þú ert að háma í þig á meðan í pottinum fer að sjóða
En þótt þú sért orðin svona feit og grá
Og enginn sem ég veit um vill þig fá
Þótt að fitufellingarnar á þér berast í allar áttir,
Þá máttu vita að þegar fólk kemur til þin í mat,
þá fara allir heim sáttir!  
Birna Rún
1988 - ...


Ljóð eftir Birnu Rún

Þakklæti
Bitrun
eftirsjá
Sannleikur
Óstöðugleiki
Örlög
Fjólubláir geislar
Lífshringur
Afneitun
Vonleysi
Vináttutengsl
Nauðgun
Gaur
Afhverju?
Eymd
Sambandsslit
Straumur
Hafðu Trú
Talaðu
Ástæða
Von
Orkuleysi
Veistu af mér eða ekki, gefðu mér einhverskonar merki