Gaur
Þú ert öfugsnúinn og flókinn týpa
Hvernig á ég mér frá þér að slíta..
Þú hefur þetta afl
Spilar leikinn góða, þetta “tafl”.
Heldur öllum gellum heitum
Ert með bónusstig á hverjum reitum.

Þú veist af mér en samt ekki
Þú ert það sem ég vil og þekki
Þú veist ekki hvað ég er búin að þola
Fyrir þér ég er ábyggilega eins og hver önnur vindgola

Ég reyni með öllu móti að skilja þig
Er það satt að þu viljir mig?
Hvernig á eg að vita það fyrir víst..
Þú ert svo spes, þér verður ekki lýst.

Dulinn snúningum og flækjum
Þú ert fullur af gríni og uppátækjum.
Leikurinn í þér er alltaf til staðar
Flesta þú að þér laðar.

Nýlega gerðist samt eitt frekar skrýtið
Ég heyrði sannleikann um þig
Þú ert ógeðslegur gaur, ekkert lýtið
Leiðinlegur gaur sem finnst allt snúast um sig.

Síðan eitt kvöld varð allt á milli okkar heitt
Ég vildi ekki hitann lengur, mér þykir það leitt
Ástfangnum augum þú nú til mín lítur
En með hverjum degi,
úr huga mínum alltaf þú meira burtu fýkur
Maður vill alltaf það sem maður getur ekki fengið
Það hefur abyggilega ekki gerst fyrir þig lengi.

Ég er komin með nýjann á arminn og það verður ekki burtu snúið
Hvert ætlaru að hlaupa.. hvert geturu flúið?
Þú hatar nýja gaurinn minn svo ótrúlega mikið
Þér líður eflaust eins og einhver hafi þig svikið!

Það hlaut þó að koma að því að þú lentir í ástarsorg einhverntíman
Þú áttir hvorteðer ekki eftir að geta leikið þennan leik allan tíman

Leikið þér með fólk og tilfinningar þeirra eins og dót
Þótt það hafi verið ég, e-r átti hvorteðer eftir að gefa þér undir fót.  
Birna Rún
1988 - ...


Ljóð eftir Birnu Rún

Þakklæti
Bitrun
eftirsjá
Sannleikur
Óstöðugleiki
Örlög
Fjólubláir geislar
Lífshringur
Afneitun
Vonleysi
Vináttutengsl
Nauðgun
Gaur
Afhverju?
Eymd
Sambandsslit
Straumur
Hafðu Trú
Talaðu
Ástæða
Von
Orkuleysi
Veistu af mér eða ekki, gefðu mér einhverskonar merki