Sjómannssál
Ég vildi alltaf eftir dauðann
Nóatún heim sækja
skoða sali Njarðar mikla
og hitta guðinn sjálfan.

Ég var á sjónum alla ævi
lífsþyrstur og hávær
sigldi glaður um höfin sjö
og dró að landi aflann.

Í höfn eitt sinn að liðnu kvöldi
ég hitti stúlku fagra
hún söng um öldugang og máva
og sendi mér koss að fanga.

Hún sagði mér sögur af Nóa nokkrum
sem sigldi um höfin með syni þrjá
og dýrkaði guðinn í hæstu sölum
Njörður hafði ekki heimfært þá.

Ég tók um hennar nettu hönd
og lagði um fingur fögur bönd
lofaði við hennar guð og ævi
að til hennar alltaf aftur kæmi.

Svo eitt sinn þegar bárurnar köldu
vögguðu mér svo undur létt
ég gaf upp andann og sofnaði hægur
það voru lokinn, ég var allur.

Það heyrði ég alltaf sem ungur maður
að sjómenn yrðu að endalokum
að mávum sem svifu yfir höfunum sjö
og garga í takt við marið.

En ég sit hér nú á skýjabrún
og horfi niður á hafið
dreymi um bárunnar hæstu hæðir
og vil heyra aftur kærleikshjalið.

Og hér eru engin þess konar hljóð
bara gleði, glaumur og gaman
syngja silfurraddaðir englakórar
um guðsins blíðu og gæsku.

En ég sit einn á skýjahnoðra
og hugsa um hinn mikla Njörð
og stúlkuna sem ein nú bíður
bíður eftir sjálf stingast í jörð.

Ég veit hún hérna leitar fyrst
hérna á hún heima
ef ég bara bíð og vona
fæ ég hana og vonarkeim.

En ég vildi alltaf eftir dauðann
Nóatún heim sækja
skoða sali Njarðar mikla
og hitta guðinn sjálfan.

Þeir segja að sálir sem hingað koma
ávallt eiga hér heima
en ég, ég er hafsins maður
því næ bara ekki að leyna.

Svo ég hendi mér af skýi niður
og um hafið bláa syndi
í von um að hann Njörður mikli
að lokum mig í öldunum hitti.

Og ég velkist um í hafsins báru
glaður eins og árin áður
þegar ég í bátnum hýstist
og ég vona, og ég vona.

Ég vona að Njörður mig hitti í báru
og sýni mér sína miklu hallir
þar vaggar hafið kauðum í svefn
og um loftin svífa sjómannssálir.
 
Eygló Daða Karlsdóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Eygló Döðu

Timburmenn
Að heiman
Skuggi vitundarinnar
Visin rós
Einsemdin
Teflt við Guð
Kona dauðans
Andlitið
Veruleikaflótti
Drottning hafsins
Haglar í helvíti
Draumur
Bergmál
Spegill, spegill herm þú mér
Spegilmynd
Syndug
Til Halldórs á laugardegi
Reykjavík
Medúsa
Regn í myrkri
Mannsaldan
Kerlingin og Dauðinn
Á fjöllum
Drullupollurinn
Nýjar tíðir
Gremja
Svikin
Horfnir draumar
Angist
Bláar rósir
Þunglyndi
Myrkfælni
samviskubit
Vökuvísa
Breytingar
Þunnur
Hringiða augnabliksins
Óskalög sjómanna
Söngur hins svefnlausa
Brunarústir
Morgunkaffi
Menningarmiðaldir
Horft í hyldýpið
Heimur: síðustu andartökin
Kvenna hlátur
Skammdegi
Skuggi
Ég og borgin
Í rauðum hælum
Sjómannssál
Ósk sjómannsins
missir
Tungunnar vandræði
Ljóðadrekinn
Ást í bít(l)unum
Sannleikann eða kontór?
Geðhvörf árstíðanna
Grasið er ávallt grænna
Ímynd hamingjunnar
D-Dagur
Sunnudags vankvæði
Hringiða
Minningar í myrkri
Hrá
Spilum við snáka og stiga?
Absúrdismi
Von
Það vorar