Veistu af mér eða ekki, gefðu mér einhverskonar merki
Kæri vinur nú ertu á sjónum
Ég sit heima og er enn í sömu skónnum.
Ég er jafn ringluð og áttavillt.
Ég vildi að þú gætir mig milt.

Þú veist ég vil margt, ég vil alltaf aðeins meira
Ég veit að hjartað mitt vill ástina eiga.
Þú veist um þá persónu sem ég hata að elska
Og elska að hata.
Mun hjartað mitt ná einhverjum bata.
Hvað vil ég fá?
Hvað viltu vita?
Viljum við í sömu sporum sitja..

Mun fótspor þitt fetja í lífsins sögu.
Mun þín verða saknað?
Viltu lifa illa og úr vondum draumi vakna?

Munt þú lifa vel og sitja við lífsins tré.
Í þér eitthvað einstakt ég sé.
Hvað það sem þú ert
Og hvað það er sem þú vilt.
Þegar ég hugsa of mikið til þín mér verður bókstaflega illt.
Og ef það umlykur þig einhverskonar straumur..
Ekki snúa bakið við honum.
Farðu fljótandi í gegnum ölduna
Og fáðu að komast í land.
Finna fætur þínar við hlýjan sand.
Sama hverskonar straumur í kringum þig er
Þá veistu ekki að mér líður alltaf jafn vel þegar ég er nálægt þér.

Ég veit ekki hvernig ég á að vera
Veit ekkert hvað ég á að segja eða gera.
Viltu kynnast mér betur?
Ætli ég þarf ekki að sjá hvað setur.
Hvernig á ég eiginlega að sitja
Hvað ætli þú viljir um mig vita?
Viltu spyrja mig að einhverju að einhverskonar tagi?
Í mínum huga er það svo sannarlega í lagi.
Eg veit ei hvort þú veist það..
..að hugsunin um þig er magnþrungið ljós
Og tíminn mun leiða sannleikann í ljósið..
Sem mun lýsa upp mínum tilfinningum að þér.
Alla tíð.  
Birna Rún
1988 - ...


Ljóð eftir Birnu Rún

Þakklæti
Bitrun
eftirsjá
Sannleikur
Óstöðugleiki
Örlög
Fjólubláir geislar
Lífshringur
Afneitun
Vonleysi
Vináttutengsl
Nauðgun
Gaur
Afhverju?
Eymd
Sambandsslit
Straumur
Hafðu Trú
Talaðu
Ástæða
Von
Orkuleysi
Veistu af mér eða ekki, gefðu mér einhverskonar merki