Ljóðadrekinn
Það er dreki á háaloftinu hjá mér
hann nærist á ljóðum
og stórum orðum
Vegavinnumannaverkfærageymsluskúrinn
er uppáhaldið hans
hann lét mig vera í viku
og smjattaði og mumsaði í sig
hefurðu nokkurntíma séð dreka slátra orðum?
Það er ófögur sjón
tennurnar rekur hann djúpt í bókstafina
svo tætir hann þá í sundur
svo þeir losna hver frá öðrum
Eftir það jórtrar hann lengi
þangað til bókstafirnir hafa leysts upp
í munninum á honum
eins og sykurmoli í munni barns
Þegar hann svo tekur upp á því
að naga í sig ljóð
getur ekkert stoppað hann
með óhljóðum kemur hann þeim að óvörum
hann byrjar á stuðlum og höfuðstöfum
þeir eru uppáhaldið
svo nagar hann í sig allt rím
ásamt sérhljóðum, samhljóðum og kommum
þangað til ekkert er eftir
nema punkturinn í lokin.
hann nærist á ljóðum
og stórum orðum
Vegavinnumannaverkfærageymsluskúrinn
er uppáhaldið hans
hann lét mig vera í viku
og smjattaði og mumsaði í sig
hefurðu nokkurntíma séð dreka slátra orðum?
Það er ófögur sjón
tennurnar rekur hann djúpt í bókstafina
svo tætir hann þá í sundur
svo þeir losna hver frá öðrum
Eftir það jórtrar hann lengi
þangað til bókstafirnir hafa leysts upp
í munninum á honum
eins og sykurmoli í munni barns
Þegar hann svo tekur upp á því
að naga í sig ljóð
getur ekkert stoppað hann
með óhljóðum kemur hann þeim að óvörum
hann byrjar á stuðlum og höfuðstöfum
þeir eru uppáhaldið
svo nagar hann í sig allt rím
ásamt sérhljóðum, samhljóðum og kommum
þangað til ekkert er eftir
nema punkturinn í lokin.