brostið hjarta
Myrkir dagar
brostið hjarta
óttin nagar
lífið mitt

Myrkar nætur
andvaka ligg ég
fer á fætur
annar dagur

Tíminn silast áfram
allt fram hjá mér fer
fleiri andvökunætur
þar til ligg ég hjá þér

Ligg hjá þér
hugurinn vinnur
þar til þú sér(ð)
hvernig ég er

ein aftur
til hvers að fara á fætur
sef þangað til
hjartað slokknar

Líð áfram
eins og vofa
engin mig sér
látin ég er.
 
Agnes
1988 - ...


Ljóð eftir agnesi

hugleiðing
..
erfitt líf
ást?
brostið hjarta
spurning
:)
fullkomið líf
bull
Einmanna
Hamingja
Sumarið
Nóttin er ung
litla systir
eins og barn
Þú
Ónefnt
líf
Ónefnt 2
Lífið í dulargervi fíkninnar
dagurinn í dag
jafnrétti?
Frelsi mitt
þunglyndi