Frelsi mitt
Hélt alltaf að frelsið
myndi koma hlaupandi á móti mér
hlæjandi og brosandi
hoppandi og skoppandi
hvað tefur það?
hvers vegna er það ekki enn komið?
er það vegna þess að ég er hér enn?
kemur það þegar ég fer?
eða er ég frelsið mitt
er það ég sem á að hlæja og brosa
hoppa og skoppa?
er það ég sjálf
sem skapa mitt frelsi?
 
Agnes
1988 - ...


Ljóð eftir agnesi

hugleiðing
..
erfitt líf
ást?
brostið hjarta
spurning
:)
fullkomið líf
bull
Einmanna
Hamingja
Sumarið
Nóttin er ung
litla systir
eins og barn
Þú
Ónefnt
líf
Ónefnt 2
Lífið í dulargervi fíkninnar
dagurinn í dag
jafnrétti?
Frelsi mitt
þunglyndi