Lífið í dulargervi fíkninnar
Flýg upp í himininn
Á vængjum vímunnar
Allt svo gott
Engar áhyggjur
Allir svo glaðir
Ekkert vesen
Sé ótrúlegustu hluti
Sem aldrei hef ég áður séð
Allir að tala
Dansa og skemmta sér
Flýg hærra og hærra
Og vil aldrei koma niður aftur

allt hringsnýst fyrir augum mínum
hræðsla og ráðþrot
yfir mig hellast
hvað er að gerast
hvað varð um alla hamingjuna
allir eru svo breyttir
svo vondir
svo ljótir
engin að dansa
engin að skemmta sér
fell svo hratt
svo hátt


átta mig á því
að þetta er hið raunverulega
andlit fíknarinnar
þetta ljóta
þetta vonda
þetta fall
þessi þörf fyrir
meiru og meiru
endalaust meiru
þangað til að
líkaminn gefst upp
hugurinn gefst upp
og þú ert ekki neitt
nema þræll fíknarinnar.
 
Agnes
1988 - ...


Ljóð eftir agnesi

hugleiðing
..
erfitt líf
ást?
brostið hjarta
spurning
:)
fullkomið líf
bull
Einmanna
Hamingja
Sumarið
Nóttin er ung
litla systir
eins og barn
Þú
Ónefnt
líf
Ónefnt 2
Lífið í dulargervi fíkninnar
dagurinn í dag
jafnrétti?
Frelsi mitt
þunglyndi