Þú
Hægt og hljótt
að mér læðist
hugsunin um þig.

Hvers vegna fórstu
skildir mig eina eftir
í öllu þessu myrkri.

Hvers vegna
gastu ekki
hætt.

Áður en það
varð of seint
og myrkrið tók þig.

Tók þig frá mér
ég sakna þín
er ein eftir.

Ein í myrkrinu
kemst ekki upp
vantar eitthvað.

Einhvern eins
og þig
til að halda mér í.

Og hjálpa mér
að sökkva ekki dýpra
og sjá ljósið.  
Agnes
1988 - ...


Ljóð eftir agnesi

hugleiðing
..
erfitt líf
ást?
brostið hjarta
spurning
:)
fullkomið líf
bull
Einmanna
Hamingja
Sumarið
Nóttin er ung
litla systir
eins og barn
Þú
Ónefnt
líf
Ónefnt 2
Lífið í dulargervi fíkninnar
dagurinn í dag
jafnrétti?
Frelsi mitt
þunglyndi