Tökuljóð
Eftir þögulli götu geng ég einn.
Enginn þar, ekki sála ekki neinn.
Ég beygi og tek krók.
Þar úti í horni situr engill í djúpum samræðum við götusóp.
Húsin gráta beiskum tárum,
eins og ölduflóð á hafsins bárum
sem speglar mín máðu mynd
sem innri mann í lífsins lind.
Enginn þar, ekki sála ekki neinn.
Ég beygi og tek krók.
Þar úti í horni situr engill í djúpum samræðum við götusóp.
Húsin gráta beiskum tárum,
eins og ölduflóð á hafsins bárum
sem speglar mín máðu mynd
sem innri mann í lífsins lind.
Samið 05.05.07 af Huldu Hvönn.