Steyparinn
Hann steypti og steypti og steypti og steypti
Steypti í birtu og um niðdimma nótt
Steypti á sunnudögum, páskum og jólum
Steypti í margmenni og þegar allt var hljótt
Steypti stöðugt
Og þétt
Steypti sér hugsanakassa
Hugsun að eðlisfari er
Óáþreifanleg
Ósnertanleg
Að halda henni fanginni
Er vandkvæðum bundið
Steyparinn hélt sig
Hafa lausnina fundið
Hann steypti stöðugt
Og þétt
Ekki smuga
Ekki gat
Þetta þarf að passa
Ef steypa skal hugsanakassa
Fyrst um sinn var skýli drauma
Ljúfum kenndum hlúði að
Uns skyndilega
Engin viðvörun
eða fyrirboði
Inn læddust efasemdir
Já, inn á þennan óskastað
Hve fljótt í kvalir sælan breytist!
Og draumar verða gleymsku að bráð
Hjartað að eigin eðli veitist
Ef að er gáð
Sérðu hyldýpi
Æpandi, gapandi sár
Og þarna sat steyparinn
Stjarfur af ótta
Sat, og eflaust situr þar enn
Í köldu skini
Dimmra nátta
Að eilífu
Því viti menn
Sól hefur ekki risið enn
Ekkert að sjá nema steypa og steypa
Birtir aldrei til, aðeins niðdimm nótt
Í dag allir dagar og allir dagar í dag
Alltaf hljótt, já alltaf hljótt
Nema ef rödd
Hjákátleg úr tóminu hljómar:
Ég mun þó alltaf eiga það
Að
Ég steypti stöðugt
Og þétt
Sparslaði í smugur
Gætti mín á götum
Steyparinn steypti og steypti og steypti
Steypti sér loks í glötun
Steypti í birtu og um niðdimma nótt
Steypti á sunnudögum, páskum og jólum
Steypti í margmenni og þegar allt var hljótt
Steypti stöðugt
Og þétt
Steypti sér hugsanakassa
Hugsun að eðlisfari er
Óáþreifanleg
Ósnertanleg
Að halda henni fanginni
Er vandkvæðum bundið
Steyparinn hélt sig
Hafa lausnina fundið
Hann steypti stöðugt
Og þétt
Ekki smuga
Ekki gat
Þetta þarf að passa
Ef steypa skal hugsanakassa
Fyrst um sinn var skýli drauma
Ljúfum kenndum hlúði að
Uns skyndilega
Engin viðvörun
eða fyrirboði
Inn læddust efasemdir
Já, inn á þennan óskastað
Hve fljótt í kvalir sælan breytist!
Og draumar verða gleymsku að bráð
Hjartað að eigin eðli veitist
Ef að er gáð
Sérðu hyldýpi
Æpandi, gapandi sár
Og þarna sat steyparinn
Stjarfur af ótta
Sat, og eflaust situr þar enn
Í köldu skini
Dimmra nátta
Að eilífu
Því viti menn
Sól hefur ekki risið enn
Ekkert að sjá nema steypa og steypa
Birtir aldrei til, aðeins niðdimm nótt
Í dag allir dagar og allir dagar í dag
Alltaf hljótt, já alltaf hljótt
Nema ef rödd
Hjákátleg úr tóminu hljómar:
Ég mun þó alltaf eiga það
Að
Ég steypti stöðugt
Og þétt
Sparslaði í smugur
Gætti mín á götum
Steyparinn steypti og steypti og steypti
Steypti sér loks í glötun
Samið 1. október - 12. desember 2005.