Myrkrið blekkir
Ljósir logar í hári þínu
sorgir mínar brenna.
Kvalirnar í hjarta mínu
með blóðinu renna.
Ég skil ekki hví ég lifi meðal kvenna.
Ljótar verur læðast um
ljóð í nóttinni kveða.
Þokan svífur létt og þunn
sárasta hungrið sefa.
Þær öskra, bíta, æpa, vinna og streða.
Senn er runnin morgunglóð
niður frá jökulfljóti.
Vindurinn kveður vafasamt ljóð
máður oddur af spjóti.
Verurnar voru þá bara búnar úr grjóti.
sorgir mínar brenna.
Kvalirnar í hjarta mínu
með blóðinu renna.
Ég skil ekki hví ég lifi meðal kvenna.
Ljótar verur læðast um
ljóð í nóttinni kveða.
Þokan svífur létt og þunn
sárasta hungrið sefa.
Þær öskra, bíta, æpa, vinna og streða.
Senn er runnin morgunglóð
niður frá jökulfljóti.
Vindurinn kveður vafasamt ljóð
máður oddur af spjóti.
Verurnar voru þá bara búnar úr grjóti.
Samið 13. júní 2007