Geðhvörf árstíðanna
Vetur
þrái ekkert heitar en sólina og hitann
sjá smábörn í stuttum buxum leika sér í sandinum
og að geta sitið undir tré í pilsi lesandi Borges,
borðandi ís.
Vorið
ljósið
vil bara sitja undir sólinni
og sjúga í mig geisla hennar
eins og gleim-mér-ei á sælustað
vil bara njóta og vera og lifa.
Sumarið
á grænni grein
sendist í hæstu hæðir
sef varla blund
sé Baldur í hverjum manni
og heyri ljóðin sungin í vindinum.
Haustið
þrái hreifanleika myrkursins
og að elska í takt við hráleika þess
vil heyra í sjálfri mér
hlusta á andardráttinn í þögninni
heyra í rigningunni á rúðunni
ég hreyfist í takt
og dansa við ljósið... sæluna
og myrkrið.
þrái ekkert heitar en sólina og hitann
sjá smábörn í stuttum buxum leika sér í sandinum
og að geta sitið undir tré í pilsi lesandi Borges,
borðandi ís.
Vorið
ljósið
vil bara sitja undir sólinni
og sjúga í mig geisla hennar
eins og gleim-mér-ei á sælustað
vil bara njóta og vera og lifa.
Sumarið
á grænni grein
sendist í hæstu hæðir
sef varla blund
sé Baldur í hverjum manni
og heyri ljóðin sungin í vindinum.
Haustið
þrái hreifanleika myrkursins
og að elska í takt við hráleika þess
vil heyra í sjálfri mér
hlusta á andardráttinn í þögninni
heyra í rigningunni á rúðunni
ég hreyfist í takt
og dansa við ljósið... sæluna
og myrkrið.