Ímynd hamingjunnar
Hamingjan er köttur
sem liggur í kristalskál
og eltir skottið á sér.
Hamingjan er barn
sem horfir upp í loftið
grípur í tærnar á sér og hlær.
Hamingjan er móðir
sem leggur barn sitt að brjósti
og fæðir þolinmóð.
Af hverju er hamingjan ekki
maður hlaupandi eftir strætó
sjö að morgni, seinn til vinnu?
Af hverju er hamingjan ekki
unglingur sitjandi yfir skólabókum
bíðandi eftir fullorðinsárunum?
Af hverju er hamingjan ekki
öldungur sem drekkur vín úr glasi
og horfir í augu konu sinnar?
Af hverju er hamingjan ekki
unga konan, barnlaus við þrítugt,
hlaupandi um götur samfélagsins leitandi
að öllu því sem stöllur hennar í fortíðinni
aldrei fengu?
Af hverju er hamingjan ekki
manneskjan
sem brosir
þrátt fyrir hráleika
hversdagsleikans?
sem liggur í kristalskál
og eltir skottið á sér.
Hamingjan er barn
sem horfir upp í loftið
grípur í tærnar á sér og hlær.
Hamingjan er móðir
sem leggur barn sitt að brjósti
og fæðir þolinmóð.
Af hverju er hamingjan ekki
maður hlaupandi eftir strætó
sjö að morgni, seinn til vinnu?
Af hverju er hamingjan ekki
unglingur sitjandi yfir skólabókum
bíðandi eftir fullorðinsárunum?
Af hverju er hamingjan ekki
öldungur sem drekkur vín úr glasi
og horfir í augu konu sinnar?
Af hverju er hamingjan ekki
unga konan, barnlaus við þrítugt,
hlaupandi um götur samfélagsins leitandi
að öllu því sem stöllur hennar í fortíðinni
aldrei fengu?
Af hverju er hamingjan ekki
manneskjan
sem brosir
þrátt fyrir hráleika
hversdagsleikans?