Hringiða
Hringiða
gulir, rauðir, bláir og grænir litir mála svartan himinninn
nýtt ár
nýjar tíðir
hringiða
vetur, vor, sumar, haust
og tímarnir breytast
allt breytist
nema ég
sem sit og horfi á flugeldana
frá stofuglugganum
og ímynda mér að þeir beri með sér
nýja tíma
betri tíma
betra skaup
kampavínsflöskurnar tæmast
litirnir hverfa af himninum
ró leggst á borgina
kaffið er heitt í bollanum
ljósin slökkvast
hringiða
að ári liðnu
sit ég enn og stari í kaffibollann
og velti fyrir mér
árinu sem leið
hvaða ár sem það nú var
og ég ímynda mér að í bollanum
geti völva lesið framtíð mína
hringiða
nýir tímar
allt breytist
nema ég.
gulir, rauðir, bláir og grænir litir mála svartan himinninn
nýtt ár
nýjar tíðir
hringiða
vetur, vor, sumar, haust
og tímarnir breytast
allt breytist
nema ég
sem sit og horfi á flugeldana
frá stofuglugganum
og ímynda mér að þeir beri með sér
nýja tíma
betri tíma
betra skaup
kampavínsflöskurnar tæmast
litirnir hverfa af himninum
ró leggst á borgina
kaffið er heitt í bollanum
ljósin slökkvast
hringiða
að ári liðnu
sit ég enn og stari í kaffibollann
og velti fyrir mér
árinu sem leið
hvaða ár sem það nú var
og ég ímynda mér að í bollanum
geti völva lesið framtíð mína
hringiða
nýir tímar
allt breytist
nema ég.