Hringiða
Hringiða

gulir, rauðir, bláir og grænir litir mála svartan himinninn
nýtt ár
nýjar tíðir

hringiða

vetur, vor, sumar, haust

og tímarnir breytast
allt breytist

nema ég
sem sit og horfi á flugeldana
frá stofuglugganum
og ímynda mér að þeir beri með sér
nýja tíma

betri tíma
betra skaup

kampavínsflöskurnar tæmast
litirnir hverfa af himninum
ró leggst á borgina

kaffið er heitt í bollanum
ljósin slökkvast

hringiða

að ári liðnu
sit ég enn og stari í kaffibollann
og velti fyrir mér
árinu sem leið
hvaða ár sem það nú var
og ég ímynda mér að í bollanum
geti völva lesið framtíð mína

hringiða

nýir tímar
allt breytist

nema ég.
 
Eygló Daða Karlsdóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Eygló Döðu

Timburmenn
Að heiman
Skuggi vitundarinnar
Visin rós
Einsemdin
Teflt við Guð
Kona dauðans
Andlitið
Veruleikaflótti
Drottning hafsins
Haglar í helvíti
Draumur
Bergmál
Spegill, spegill herm þú mér
Spegilmynd
Syndug
Til Halldórs á laugardegi
Reykjavík
Medúsa
Regn í myrkri
Mannsaldan
Kerlingin og Dauðinn
Á fjöllum
Drullupollurinn
Nýjar tíðir
Gremja
Svikin
Horfnir draumar
Angist
Bláar rósir
Þunglyndi
Myrkfælni
samviskubit
Vökuvísa
Breytingar
Þunnur
Hringiða augnabliksins
Óskalög sjómanna
Söngur hins svefnlausa
Brunarústir
Morgunkaffi
Menningarmiðaldir
Horft í hyldýpið
Heimur: síðustu andartökin
Kvenna hlátur
Skammdegi
Skuggi
Ég og borgin
Í rauðum hælum
Sjómannssál
Ósk sjómannsins
missir
Tungunnar vandræði
Ljóðadrekinn
Ást í bít(l)unum
Sannleikann eða kontór?
Geðhvörf árstíðanna
Grasið er ávallt grænna
Ímynd hamingjunnar
D-Dagur
Sunnudags vankvæði
Hringiða
Minningar í myrkri
Hrá
Spilum við snáka og stiga?
Absúrdismi
Von
Það vorar