Minningar í myrkri
Ríð heiladraugum í gránætti
ljósið hörfar
fælist mig eins og hrætt dýr.
Skuggarnir lifa.
Hugrenningar,
minningarafturgöngur og framtíðarvofur
gera mér lífið leitt.
Óttan lifnar við og deyr.
Kaffið er beiskt
en morgunskíman er velkomin.
Nýr dagur tekur við
og vofurnar geymi ég til næstu nætur.
ljósið hörfar
fælist mig eins og hrætt dýr.
Skuggarnir lifa.
Hugrenningar,
minningarafturgöngur og framtíðarvofur
gera mér lífið leitt.
Óttan lifnar við og deyr.
Kaffið er beiskt
en morgunskíman er velkomin.
Nýr dagur tekur við
og vofurnar geymi ég til næstu nætur.