Týnd sál
Nóttin er komin
það er dimmt.
Ég vakna við lágan
einmannalegan grát.

Ég kveiki á kerti
og mér til undrunar
situr þarna lítill
einmanna drengur.

Hann horfir á mig
með saklausum
en tómum augum
og tárin renna.

Ég tárast
fæ kökk í hálsinn.
Mig langar að gráta
faðma hann fast að mér.

En ég geri það ekki
heldur sit hljóð
í myrkrinu
þar til ég er ein.
 
Hulda Loftsdóttir
1983 - ...


Ljóð eftir Huldu

Týnd sál
Munaðarlaus
Hatur
Andlit lífsins
Til mömmu og pabba
Heimur einmannaleikans
Ó nefnt
Frelsi
Til pabba
Myrkur
Fyrirgefðu mér
Ég elska....
Segðu mér
Minning
Lítið ljós
Hvað nú?