Hvað nú?
Lít upp niður
Vinstri hægri
Hvert er ég kominn?
Ég veit það ekki.

Raddir kalla
Hingað, þangað
Hvert fer ég?
Ég veit það ekki

Myrkrið umlykur
Kuldinn deyfir
Hvar er birtan?
Hvar er hlýjan?

Kökk í hálsi
Tárin streyma
Röddin brestur
Ekkert kemur

Kalla hjálp
Ekkert heyrist
Er að drukna
Í mínum heimi  
Hulda Loftsdóttir
1983 - ...


Ljóð eftir Huldu

Týnd sál
Munaðarlaus
Hatur
Andlit lífsins
Til mömmu og pabba
Heimur einmannaleikans
Ó nefnt
Frelsi
Til pabba
Myrkur
Fyrirgefðu mér
Ég elska....
Segðu mér
Minning
Lítið ljós
Hvað nú?