Líkt og flökkumær
Þýðing mín á ljóðinu \"Like a rolling stone\".

Einu sinni varstu rík og varst klædd sem lík
Gafst fátækum flík og þeim sem þú taldir frík, var ekki svo?
Fólk hrópaði, sagði:,,Gæskan, passaðu þig, þér er ætlað að há séu
Þín föll.
Þú áleyst þessi köll vera spaug.
Þú varst vön að hlægja að því
Fólki Sem var ekki VIP
Nú talarðu ekki svo hátt
Og virðist ekki svo sátt
Að þurfa að skrapa saman fyrir því sem þú þarft.

Hvernig er það?
Hvernig er það
að sofa ekki á sama stað og í gær
að vera engum kær
Líkt og flökkumær.

Og þú fékkst hina bestu menntun það er saga segin ,er ekki svo, fröken Einmanna?
En viti menn þú varðst heilaþvegin.
Og engin kenndi þér að lifa á götunni
Og nú verðurðu að venjast því.
Þú sagðist aldrei ætla málamiðlun að gera
Við umreninginn en nú sérðu að hann er ekki að bera
Neinar auðveldar lausnir
Og þú nú sérð hvað er um að vera og spyrð
Viltu semja?

Hvernig er það?
Hvernig er það
Að enginn hjálpað þér fær
að sofa ekki á sama stað og í gær
að vera engum kær
Líkt og flökkumær.

Og þú snérir þér aldrei við til að sjá þetta lið
sem er eins og við.
Þau reyndu öll að einbeita sér að því að skemmta þér.
Þú skildir aldrei hví það er ekkert vit í því
Að láta aðra vinna skítaverkin.
Og þú þóttist alltaf leika einhvern Hróa hött
Og varst alltaf með diplómatinum sem átti síamskött.
Var ekki erfitt að hafa hann ekki þar
Hafa hann ekki til staðar
Þegar hann hafði tekið allt frá þér.

Hvernig er það?
Hvernig er það
Að enginn hjálpað þér fær
að sofa ekki á sama stað og í gær
að vera engum kær
Líkt og flökkumær.

Prinsessa í neyð og allt fína fólkið á sinni leið
Slugsa aðeins og hugsa ég hef meikað það.
Skiptast á allskonar pökkum og þökkum.
En þú hefðir átt að taka demantshringinn þinn
Og veðsetja hann elskan.
Þá fannst þér það svo hlálegt
Hvernig þeir yljuðu sér við bálið og notuðu tungumálið.
Farðu nú, hann kallar, þú þorir ekki að neita.
Þegar eitthvað er horfið þá er tilgangslaust að leita.
Þú ert ósýnileg nú, þú hefur ekkert að fela.

 
Hulda
1994 - ...
Þýtt 13. maí 2008.


Ljóð eftir Huldu

Dalurinn
Bæn
Börnin þá og nú
Á fyrri tíðum
Þessar
Manneskjan
Árstíðirnar
Listin
Vá maður, hvað á ég að gera?
Vetrarkvöld
Ljóð
Kisan mín Tanja
Púki
Aðal töffarinn í bænum..
Bolur
Lífið
Lítið og ljótt.
Ástfangin
Vondir menn.
Tökuljóð
Þegar eitt kemur bíða börnin eftir hinu.
Sumar
Myrkrið blekkir
Vertu þinn eigin vinur
Bæn - Þakka þér Guð
Síðasti sumardagur
Kveðjan mín
Líkt og flökkumær
Fjallkonan
Draumur
Réttmælavísur
Tyggjóklessan hennar Heiðrúnar
Rómeó&Júlía
Óðurinn til tímans
Vængjaþytur
Við hvíta móðu
Halelúja
Litla jólarósin
Hafið og eldspítan
Mér þykir það leitt
Óður Höllu til fossbúans
Söknuður
Jón Hreggviðsson hýddur
Ljótir leikir
Fugl í búri
Eitt kertakríli
Draumar