Eins og ég er
Hingað til hef ég lifað í þeirri trú.
Að aldrei ég finni aftur sanna ást, og ástæðan er sú.
Ég hef hitt marga menn sem snertu mig á sinn hátt.
En enginn þeirra gat hjartað mitt átt.

Óttalaus um lífið og dauðann ég var, meðan ég átti ekki neitt.
Nú hef ég allt , hræðslan eykst, því fær enginn breytt.
Að elska er að gera sáttmála við sársaukann, og allt sem er þér kært.
Að óttast ástina er eins og óttast lífið, en ástfangið hjarta er auðsært.

Særð hef ég verið, og sært hef ég aðra.
En það er minn stíll að flörta og daðra.
Ég gerði margt sem mátti ekki sjást,
enda að fela mig fyrir svokallaðri ást.

Ekki misskilja mig,
Ég hef kannzki ekki haft það verra en aðrir
Því ég veit að betra er að hafa elskað og misst,
en að hafa lifað og engan kysst.

En hjarta sem hefur of mörgum glatað,
getur ekki rétta veginn ratað.
Allavega tregara við að finna,
einhvern sem særir það minna.

Ég var kannzki ekki ein, en þó einmana.
Hjartamein varð mér næstum að bana.
Ég gat ei meir, vildi ekki meira
af ljúfsárum amorsorðum í mitt eyra.

Grunlaus um að fá slíkt svar þér frá,
Að þú vildir mig og enga aðra sjá.
Hleypti birtu í sál mína og hjarta,
Gæti verið að ég eigi framtíð bjarta?

Ég græt af ást,
ég græt af gleði.
Ég græt af því að ég á lífið,
sem í hjarta mínu trúði að ætti ég skilið.

Ég vitna í þig þegar ég segi,
Þú hefur fangað líkama minn og hug, hjarta og sál,
Og ég held að það sé bara hið besta mál!
 
Lúlú
1985 - ...
Til S.

Lúlú 15.06.08


Ljóð eftir Lúlú

Hvernig líður mér?
Í nótt..
Ístúr
Hvernig viltu mig?
..en það er ekki hægt
þrá
Haltu, slepptu
Húsið mitt
Í dag..
Viltu
Hann
Kossar..
Þeir tveir
Compass
Oftar en ekki
Söknuður
Rómantík
Blinduð
Ef, þá
Kvöld eitt í ágúst
Gömul lumma
Tómfinning
Á nýjum stað
Það er bara þú
Timburmenn
Einsmannskona
Að vera hrifin
Lífshlaup
Hrífubragð
Á svörtum reit
Að vera með þér
Á rauðu ljósi
Með mér
Jafnvel þó
Glöggt er gests auga
Eins og ég er
Hún Gréta
Annað kvöld
Halla
Á morgun
Draumboð