Fjallkonan
Hún ein á fjalli situr
öll skrúði klædd
svo einmanna og bitur
svo sár og sorgmædd.
En svo mælir hún orð af vörum
og blá augu stara
hún býst við svörum
en enginn virðist svara.
,,Ó gamla Ísland, hvert fórstu nú?
Hvert hefurðu farið?
Hið gamla sjálfstæði og sjálfstrú
-er það bara allt gleymt og grafið?\"
En enn hefur landið aðeins nístandi hljóð
og fóstran ekki svarar
þá fyllist hún fornum eldmóð
og við landvættina hún talar.
,,Hafið þið gleymt mér? Hver ég er?
Gleymt öllum vonum?
Vei ykkur öllum, vei mér,
vei öllu fjallkonum.\"
öll skrúði klædd
svo einmanna og bitur
svo sár og sorgmædd.
En svo mælir hún orð af vörum
og blá augu stara
hún býst við svörum
en enginn virðist svara.
,,Ó gamla Ísland, hvert fórstu nú?
Hvert hefurðu farið?
Hið gamla sjálfstæði og sjálfstrú
-er það bara allt gleymt og grafið?\"
En enn hefur landið aðeins nístandi hljóð
og fóstran ekki svarar
þá fyllist hún fornum eldmóð
og við landvættina hún talar.
,,Hafið þið gleymt mér? Hver ég er?
Gleymt öllum vonum?
Vei ykkur öllum, vei mér,
vei öllu fjallkonum.\"
Skrifað 30. júní á Flatatungu við Varmahlíð með Jónas Hallgrímsson í huga.