

\"Þú stendur ekki á öndinni er það?\" spurði pabbinn. Lína litla gretti sig og fetti. \"Nei pabbi minn, hún er inni á baði\". Faðirinn setti upp svip, \"hver?\" spurði hann. \"Öndin\" svaraði sú stutta þar sem hún stóð og dró í rófuna á kettinum. Kötturinn horfði illskulega á þá stuttu og hljóp svo inn á bað standandi á öndinni.