Draumboð
Meðan við lágum tvö ein í heimi manna,
störðum stjórnlaust í augu hvors annars.
Umvafin hlýju nærveru þinnar, minnist ég liðinna drauma, þegar ég lá í faðmi þínum, löngu fyrir okkar fundi.
Ósjálfrátt og óafvitandi færist bros á vör sem er svarað í sömu mynt.
Ég kemst ekki hjá því spyrja;
"Af hverju ertu að glotta?"
Svarinu fylgir langur koss;
"Örugglega af sömu ástæðu og þú!"
störðum stjórnlaust í augu hvors annars.
Umvafin hlýju nærveru þinnar, minnist ég liðinna drauma, þegar ég lá í faðmi þínum, löngu fyrir okkar fundi.
Ósjálfrátt og óafvitandi færist bros á vör sem er svarað í sömu mynt.
Ég kemst ekki hjá því spyrja;
"Af hverju ertu að glotta?"
Svarinu fylgir langur koss;
"Örugglega af sömu ástæðu og þú!"
24.08.09