Óður Höllu til fossbúans
Heyrðu í mér fossbúi
því sögu ég segi þér
um óréttlæti heimsins
gegn barni mínu hér.

Ég ól það upp í móa
við auruga á
en get því ekki haldið
og því skaltu það fá.

En eitt skaltu vita
að ég elska það mjög
og því skaltu á það líta
sem litla vöggugjöf.

Ég ekkert hef upp á að bjóða
nema líf sem flóttasál
og þótt því erfitt sé að trúa
þá á hér móðir mál.

Þú fyrirgefur mér tárin
því mér finnst það nokkuð sárt
að gefa þér öll árin
sem við hefðum getað átt.

Því það viðkvæmt og verðmætt
og lítið og valt
en þá synd sem er verst að drýgja
er best að drýgja hratt.

Svo ég tek á mínum trega
og ég tek á minni þraut
og sendi það til betri vega,
sendi það á betri braut.

Því bið ég, fossbúi,
að þú gætir þess vel,
því í barnið legg ég líf mitt
og í hendur þínar sel.  
Hulda
1994 - ...
Samið 26. júli 2009.


Ljóð eftir Huldu

Dalurinn
Bæn
Börnin þá og nú
Á fyrri tíðum
Þessar
Manneskjan
Árstíðirnar
Listin
Vá maður, hvað á ég að gera?
Vetrarkvöld
Ljóð
Kisan mín Tanja
Púki
Aðal töffarinn í bænum..
Bolur
Lífið
Lítið og ljótt.
Ástfangin
Vondir menn.
Tökuljóð
Þegar eitt kemur bíða börnin eftir hinu.
Sumar
Myrkrið blekkir
Vertu þinn eigin vinur
Bæn - Þakka þér Guð
Síðasti sumardagur
Kveðjan mín
Líkt og flökkumær
Fjallkonan
Draumur
Réttmælavísur
Tyggjóklessan hennar Heiðrúnar
Rómeó&Júlía
Óðurinn til tímans
Vængjaþytur
Við hvíta móðu
Halelúja
Litla jólarósin
Hafið og eldspítan
Mér þykir það leitt
Óður Höllu til fossbúans
Söknuður
Jón Hreggviðsson hýddur
Ljótir leikir
Fugl í búri
Eitt kertakríli
Draumar