Óður Höllu til fossbúans
Heyrðu í mér fossbúi
því sögu ég segi þér
um óréttlæti heimsins
gegn barni mínu hér.
Ég ól það upp í móa
við auruga á
en get því ekki haldið
og því skaltu það fá.
En eitt skaltu vita
að ég elska það mjög
og því skaltu á það líta
sem litla vöggugjöf.
Ég ekkert hef upp á að bjóða
nema líf sem flóttasál
og þótt því erfitt sé að trúa
þá á hér móðir mál.
Þú fyrirgefur mér tárin
því mér finnst það nokkuð sárt
að gefa þér öll árin
sem við hefðum getað átt.
Því það viðkvæmt og verðmætt
og lítið og valt
en þá synd sem er verst að drýgja
er best að drýgja hratt.
Svo ég tek á mínum trega
og ég tek á minni þraut
og sendi það til betri vega,
sendi það á betri braut.
Því bið ég, fossbúi,
að þú gætir þess vel,
því í barnið legg ég líf mitt
og í hendur þínar sel.
því sögu ég segi þér
um óréttlæti heimsins
gegn barni mínu hér.
Ég ól það upp í móa
við auruga á
en get því ekki haldið
og því skaltu það fá.
En eitt skaltu vita
að ég elska það mjög
og því skaltu á það líta
sem litla vöggugjöf.
Ég ekkert hef upp á að bjóða
nema líf sem flóttasál
og þótt því erfitt sé að trúa
þá á hér móðir mál.
Þú fyrirgefur mér tárin
því mér finnst það nokkuð sárt
að gefa þér öll árin
sem við hefðum getað átt.
Því það viðkvæmt og verðmætt
og lítið og valt
en þá synd sem er verst að drýgja
er best að drýgja hratt.
Svo ég tek á mínum trega
og ég tek á minni þraut
og sendi það til betri vega,
sendi það á betri braut.
Því bið ég, fossbúi,
að þú gætir þess vel,
því í barnið legg ég líf mitt
og í hendur þínar sel.
Samið 26. júli 2009.