Söknuður
Til dags er dagur fæðist,
til draums í huga fer
og er vonum þráin glæðist,
ég fer á eftir þér.
Lof mínu unga hjarta
að þrá og dreyma um sinn,
því vonin unga, bjarta,
þverr við aldurinn.
Í vorsins hugaspori
og langan veginn heim,
ég bíð enn eftir vori,
ég bíð enn eftir þeim.
Hvín í þungum þránum
og þrymur í huga mér,
ég skelf og kikna í hnjánum,
mig langar heim með þér.
til draums í huga fer
og er vonum þráin glæðist,
ég fer á eftir þér.
Lof mínu unga hjarta
að þrá og dreyma um sinn,
því vonin unga, bjarta,
þverr við aldurinn.
Í vorsins hugaspori
og langan veginn heim,
ég bíð enn eftir vori,
ég bíð enn eftir þeim.
Hvín í þungum þránum
og þrymur í huga mér,
ég skelf og kikna í hnjánum,
mig langar heim með þér.
23. ágúst 2010
Hulda Hvönn Kristinsdóttir
Hulda Hvönn Kristinsdóttir