Fugl í búri
Ég er fugl í búri,
við gruggugan sjó,
við ströndina lúri
og hjartað það sló.
Ég er fugl í haldi
en sálin er frjáls
því frelsið mér faldi
vitund mín sjálfs.
Andvari ljúfur,
hjartað tekur á rás,
leikur sér hrjúfur
við rimar og lás.
En hér mun ég dvelja,
ég uni mér hér
ég æ myndi velja
búr þetta mér.
Dýrmætust er mér,
jú, prýsundin sú
því fuglinn ég er
og búrið ert þú.
við gruggugan sjó,
við ströndina lúri
og hjartað það sló.
Ég er fugl í haldi
en sálin er frjáls
því frelsið mér faldi
vitund mín sjálfs.
Andvari ljúfur,
hjartað tekur á rás,
leikur sér hrjúfur
við rimar og lás.
En hér mun ég dvelja,
ég uni mér hér
ég æ myndi velja
búr þetta mér.
Dýrmætust er mér,
jú, prýsundin sú
því fuglinn ég er
og búrið ert þú.
17. okt 2011
Tileinkað Hjalta og Andreu
Tileinkað Hjalta og Andreu