Eitt kertakríli
Eitt kertakríli
jólanna beiða,
af eftirvæntingu
kveikurinn sveið.
Í ljóstýru kertisins
léku sér börn
sem mösuðu hátt
um jólanna törn.
Þau töluðu um dýrð
og hátíðarbrag
sem aðeins bar upp
á aðfangadag.
Um kökur og kerti
og kúlur og spil
og hversu mikið
þau hlökkuðu til.
Og kertið það varð
svo ljómandi kátt
af tilhlökkun tómri
það hrópaði hátt:
„Ég skal lýsa af hamingju
fyrir tátu og kút!“
svo brosti það breitt
svo brann það út.
jólanna beiða,
af eftirvæntingu
kveikurinn sveið.
Í ljóstýru kertisins
léku sér börn
sem mösuðu hátt
um jólanna törn.
Þau töluðu um dýrð
og hátíðarbrag
sem aðeins bar upp
á aðfangadag.
Um kökur og kerti
og kúlur og spil
og hversu mikið
þau hlökkuðu til.
Og kertið það varð
svo ljómandi kátt
af tilhlökkun tómri
það hrópaði hátt:
„Ég skal lýsa af hamingju
fyrir tátu og kút!“
svo brosti það breitt
svo brann það út.
Samið 22. nóvember 2012