

Veröldin er stundum myrk
full af kvíða og þungum þönkum
það sat kona með blóðugar hendur
og skalf af sorg eða ótta.
En á elleftu stundu kom vonin á ný
í líkama kurrandi dúfu,
á húsþaki sat hún
grá eins og veturinn,
vakti minningar
og vakti von.
Veröldin er stundum myrk
og stundum full af glimmrandi ljósi,
barnahlátri og óskum.
Gleym-mér-ei vex í brekku
og hvílir síðan á barmi smástelpu.
Skógur vonar minnar er fyrir utan gluggann
og ég á von og ósk og ljós.
Skugginn hverfur hægt,
en örugglega.
full af kvíða og þungum þönkum
það sat kona með blóðugar hendur
og skalf af sorg eða ótta.
En á elleftu stundu kom vonin á ný
í líkama kurrandi dúfu,
á húsþaki sat hún
grá eins og veturinn,
vakti minningar
og vakti von.
Veröldin er stundum myrk
og stundum full af glimmrandi ljósi,
barnahlátri og óskum.
Gleym-mér-ei vex í brekku
og hvílir síðan á barmi smástelpu.
Skógur vonar minnar er fyrir utan gluggann
og ég á von og ósk og ljós.
Skugginn hverfur hægt,
en örugglega.