þessi stelpa (vol. I)
mig langar að vera þessi stelpa.
þú veist, þessi stelpa sem lifir lífinu í bleiku.
þessi stelpa, sem lætur alla fá la vita e bella á heilann,
bara með því að ganga fram hjá
þessi stelpa, sem ástsjúkt fólk skrifar ljóð um
og vísar í eina einungis sem „hún“.

„hún hafði þessi la mer áhrif
þennan yndislega léttleika
sem einkenndi parís á tímum sem ég var ekki til á.“

þessi stelpa, grætur ekki yfir hlutum sem hún fær ekki breytt.
hún er sterk, hún er ákveðin,
hún gerir það sem hún vill,
þegar hún vill það.

þessi stelpa reykir franskar sígarettur.
svo langar að maður þekkir hana í margmenni,
af stönginni sem stendur uppúr þvögunni
og reyknum sem stafar frá henni.

kannski er ég þessi stelpa,
kannski mun ég aldrei verða þessi stelpa,
en vonandi fæ ég að minnsta kosti að kynnast henni.  
karja
2000 - ...


Ljóð eftir körju

kamelblús
ástríðulausa stelpan
þvottadagar
kuldinn
garðaprjón á pósthússtræti
þessi stelpa (vol. I)
lífið er lag
hryggbrotin
rauður bíll
pláss
a.m.k. (ég hata þetta orðasamband)
veistu
kletturinn
loforð
að ganga sólin á enda
einskismannskona
bleiki silkináttkjóllinn (vol. I)
þessi stelpa (vol. II)
bleiki silkináttkjóllinn (vol. II)
ég vona
óðurinn til barnæskunnar